ath. verð er án VSK
Sígilt ævintýri endursagt fyrir lesendur sem eru að ná góðum tökum á ensku máli. Skemmtilega myndskreytt af Mauro Evangelista.
Í Oz er ekkert eins og það sýnist eins og Dórótea kemst að. Finnur hún galdrakarlinn, sigrar hún vondu Vesturnornina og fær hún ósk sína um að komast aftur til Kansas uppfyllta?
Usborne Young Reading bókaflokkurinn hefur verið þróaður í samstarfi við sérfræðinga í lestri við Roehampton háskóla.
Á CD-hljóðdisknum sem fylgir bókinni er hlustendum fyrst gefinn kostur á leiklestri með tónlist og áhrifshljóðum og síðan lestri textans þar sem merki er gefið við hverja flettingu.