Usborne English
Usborne English lestrarbækur með CD hljóðdisk og verkefnum
Þyngdarstig 1 - ljósfjólublár kjölur
Líflegar og fallega myndskreyttar lestrarbækur fyrir byrjendur. Þær eru 150 - 250 orð að lengd og efnið er sígildar sögur, þjóðsögur og fróðleikur. CD hljóðdiskur þar sem textinn er lesinn bæði með breskum og amerískum framburði eflir hlustun og skilning. Kennsluverkefni er hægt að nálgast með því að smella á tengilinn undir viðkomandi bók.
Þyngdarstig 2 - bleikur kjölur
Fallega myndskreyttar lestrarbækurnar fyrir byrjendur 400 - 650 orð að lengd. Efnið spannar sígildar sögur, þjóðsögur, skáldskap og fróðleik. Textinn eflir úthald og sjálfstraust t.d. með endurtekningum í frásögninni. CD hljóðdiskurinn þar sem textinn er lesinn bæði með breskum og amerískum framburði eflir hlustun og skilning. Kennsluverkefni er hægt að nálgast með því að smella á tengilinn undir viðkomandi bók.
Þyngdarstig 3 - grænn kjölur
Lestrarbækur fyrir þá sem komnir eru áleiðis í enskunáminu. Textinn er 600 - 900 orð, frásögnin þróaðri, meiri texti á síðu, uppbygging og orðaforði flóknari. Efnið er sígildar sögur og ævintýri, skáldskapur og fróðleikur. CD hljóðdiskurinn þar sem textinn er lesinn bæði með breskum og amerískum framburði eflir hlustun og skilning. Kennsluverkefni er hægt að nálgast með því að smella á tengilinn undir viðkomandi bók.
Þyngdarstig 4 - rauður kjölur
Þessar lestrarbækur eru 1000 - 2000 orð að lengd. Textarnir reyna á lesskilninginn en setningarnar eru tiltölulegar stuttar og orðaforðinn algengur. Efnið er sígildar dæmisögur og ævintýri, skáldsögur og gamansögur. CD hljóðdiskurinn þar sem textinn er lesinn bæði með breskum og amerískum framburði eflir hlustun og skilning. Kennsluverkefni er hægt að nálgast með því að smella á tengilinn undir viðkomandi bók.
Þyngdarstig 5 - blár kjölur
Í þessum flokki er textinn 1500 - 2500 orð að lengd. Bækurnar eru 64 síður og frásögnin reynir á færni lesandans. Efnisvalið er fjölbreytt - fróðleikur, goðsagnir og þjóðsögur en einnig sögur byggðar á verkum eftir Shakespeare. CD hljóðdiskurinn þar sem textinn er lesinn bæði með breskum og amerískum framburði eflir hlustun og skilning. Kennsluverkefni er hægt að nálgast með því að smella á tengilinn undir viðkomandi bók.
Usborne English verkefnahefti til ljósritunar
Tvö hefti, hvort um sig með kennsluverkefnum fyrir tólf valdar sögur úr fyrstu fjórum þyngdarstigunum. Þessar bækur eru fyrir þá sem vilja hafa verkefni við hendina til að ljósrita. Öll verkefnin eru einnig aðgengileg hér á vefsíðunni með því að smella á tenglana undir viðkomandi bók.
Harðspjalda bækur með CD-ROM
Bókunum fylgir gagnvirkur CD-ROM diskur þar sem sagan lifnar við með leiklestri, tónlist og áhrifshljóðum. Hægt er að velja hvort textinn er lesinn af sögumanni eða nemandanum sjálfum.
Orðaleikir, minnisleikir, púsl og litabók er meðal þeirra verkefna sem hægt er að velja um.