Bókaflokkar á ensku


Usborne English

70 lestrarbækur í fimm þyngdarstigum til stuðnings við enskunámið frá byrjun. Litur á kili segir til um þyngdarstigið. Öllum bókunum fylgir CD hljóðdiskur og kennsluverkefni. Með mörgum bókunum er einnig gefinn upp listi með tenglum (Quicklinks) fyrir þá sem vilja fræðast meira um efnið á netinu. Smellið á tenglana undir kápumynd viðkomandi bókar til þess að fá aðgang að efninu.

Usborne English Readers

Nýjar sögubækur á ensku fyrir yngstu nemendurna. Í flokknum eru lestrarbækur í fjórum þyngdarstigum til stuðnings við enskunámið. Litur á kili segir til um þyngdarstigið. Aftast í hverri bók eru verkefni og orðalisti en einnig er hægt að skanna QR kóða með snjalltæki og velja að hlusta á upplestur með breskum eða amerískum framburði.

Young Reading (Series 2, 3, 4)

Bækurnar í Series 2 eru svipaðar að þyngd og 5. stigið í Usborne English og litur á kili segir til um þyngdarstigið. Mörgum fylgir CD hljóðdiskur. Series 3, fjólublár kjölur, er fyrir þá sem hafa náð góðum tökum á ensku en vilja efla lestrarúthald. Með flestum bókunum er gefinn upp listi með tenglum (Quicklinks) fyrir meira efni á netinu. Smelllið á tengilinn undir kápumynd viðkomandi bókar til þess að fá þennan lista upp. Series 4, grænblár kjölur, eru annars vegar sannar frásagnir og hins vegar endursagnir sígildra bókmennta. Classics Retold eru sígildar bókmenntir fyrir þá sem þurfa

Kiljur á ensku fyrir unglinga

Hér er um að ræða bækur með góðu lestrarefni sem hentar unglingum - Young Adult Fiction. Vinsamlegast athugið að bókaflokkarnir True Stories og Classics Retold eru nú Young Reading 4. Sjá hér.

Orðaforðabækur

Bækur sérstaklega ætlaðar til þess að byggja upp og auka orðaforða yngstu nemendanna í ensku. Með nokkrum bókunum er vísað á hljóðskrár (Quicklinks) þar sem hægt er að hlusta á framburð orðanna í tölvunni. Smellið á tengilinn undir kápumyndinni til þess að fá aðgang að efninu.

Orðabækur

Fjölbreytt úrval orðabóka sem bæði eru ætlaðar yngstu nemendunum og þeim sem eldri eru. Með mörgum bókunum er gefinn upp listi með tenglum (Quikclinks) til þess að sækja tengt efni og æfingar á netinu og einungis þarf að smella á tengilinn undir kápumyndinni til þess að fá aðgang að efninu.

Málfræði, stafsetning og greinarmerkjasetning

Skemmtileg og sjónræn framsetning málfræðinnar í þessum bókum - aðgengilegt bæði fyrir eldri og yngri nemendur. Góð verkefni og æfingar en einnig listar með tenglum (Quicklinks) fyrir þá sem vilja sækja sér tengt efni eða fleiri og fjölbreyttari æfingar á netinu. Smellið á tengilinn undir kápumyndinni til þess að fá aðgang að þessu efni.