ÞYNGDARSTIG 1 - Ljósfjólublár kjölur
- Sagan um kanínuna og brómberjarunnann er sígilt verk fyrir byrjendur sem eru tilbúnir að takast á við enskar sögur. Kanínan og refurinn eru báðir miklir hrekkjalómar en núna telur refurinn sig hafa fundið leið til þess að stöðva kanínuna í eitt skipti fyrir öll.
- Þessi bókaflokkur hefur verið þróaður í samstarfi við sérfræðinga í lestri við Roehampton háskóla í Bretlandi og bókinni fylgir CD hljóðdiskur með lestri sögunnar bæði með breskum og amerískum framburði.
- Sagan er 225 orð að lengd og 330L samkvæmt Lexile þyngdarstuðlinum.
- Auðvelt er að nálgast og hlaða niður verkefnum með svörum auk kennsluleiðbeininga fyrir þessa bók á vef Rósakots.