ÞYNGDARSTIG 4 - Rauður kjölur
- Sígilt Grimms ævintýri um hina gullfallegu Garðabrúðu sem haldið er fanginni efst í háum turni af vondri norn. Líflegar og skondnar myndskreytingar af Desieria Guicciardini.
- Þessi bókaflokkur hefur verið þróaður í samstarfi við sérfræðinga í lestri við Roehampton háskóla í Bretlandi og bókinni fylgir CD hljóðdiskur með lestri sögunnar bæði með breskum og amerískum framburði.
- Sagan er 1683 orð að lengd og 460L samkvæmt Lexile þyngdarstuðlinum.
- Auðvelt er að nálgast og hlaða niður verkefnum með svörum auk kennsluleiðbeininga fyrir þessa bók á vef Rósakots, eða með því að smella hér.