The Blitz

Rósakot


Verð
The Blitz

Sannar frásagnir

Spennandi safn frásagna frá tímum loftárasanna í Bretlandi árið 1940 fyrir yngri lesendur sem kjósa að lesa um raunverulega atburði.

Heillandi sögur venjulegra Lundúnarbúa, m.a. slökkviliðsmanna, flugmanna í hernum og barna sem voru send langt burt frá fjölskyldum sínum vegna ástandsins.

Bókin er gefin út í samvinnu við breska stríðsminjasafnið Imperial War Museum.

Athugið að lesendur geta nýtt sér tengla sem fylgja þessari bók "Quicklinks" en þar er tengt yfir á vefsíðu Usborne Publishing sem gefur möguleika á að fræðast nánar um efnið.

Þessa bók er einnig hægt að fá í rafrænu formi hjá Kindle.