Hin sígilda skáldsaga Charles Dickens endursögð fyrir lesendur sem hafa náð góðum tökum á ensku.
Þessi bók er í Usborne Reading Programme bókaflokknum sem hefur verið þróaður í samstarfi við sérfræðinga í lestri við Roehampton háskóla.
Á CD-hljóðdisknum sem fylgir bókinni er hlustendum fyrst gefinn kostur á leiklestri með tónlist og áhrifshljóðum og síðan lestri textans þar sem merki er gefið við hverja flettingu.
Oliver er munaðarleysingi og þegar hann biður um ábót á rýran matarskammtinn er honum úthýst af hælinu. Hann kemst í kast við litríkar persónur en þarf að hafa augun hjá sér og jafnvel að stela til þess að komast af í hörðum heimi.
Hægt að fræðast meira um efnið eða höfundinn með því að nýta tenglana sem gefnir eru upp á Usborne Quicklinks vefsíðunni.